Jólaseiður á Vetrarsólstöðum

Laugavegur 29, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Dauða Galleríið
22, desember 2022
Opið frá: 18.00 - 23.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Verið öll hjartanlega velkomin á Jólaseið í Dauða Galleríinu, í Brynju-portinu við Laugaveg 29.

Samkoman hefst í portinu klukkan 18:00, með eldi, öli og rjúkandi fiskisúpu, og ljúfum tónum úr sjötommusafni Símonar Rúnarssonar.

Klukkan 19:00 færum við okkur inn í Galleríið og sköpum þar notalega baðstofustemningu.

- Friðgeir Einarsson, leikskáld og rithöfundur, töfrar eitthvað óvænt úr pokahorninu.

- Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, les úr nýútkominni skáldsögu sinni.

- Kristín Ómarsdóttir, ljóðskáld, flytur ljóð úr eigin smiðju.

- Líneik og Hallberg Daði, leika fyrir dansi.

- Magnús Björn Ólafsson, myndasöguhöfundur, les jólasögu.

- Teitur Magnússon & Steinunn Eldflaug spila jólalög.

- Miðbæjarskáldið Valdimar Tómasson les ljóð.

- Leynigestir stíga á stokk.

- Psychotic Simon þeytir skífum inn í nóttina.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en Jólaseiður er hluti af viðburðaröð Jólaborgarinnar.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar