Silfurbjöllurnar spila á Þorláksmessu

Kolagata

Dagsetningar
Reykjastræti við Kolagötu
23, desember 2022
Opið frá: 12.00 - 14.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Silfurbjöllurnar er nýr málmblásturskvartett stofnaður árið 2022 sem samanstendur af Hönnuh O’Connor og Valdísi Þorkelsdóttur, trompetum, Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur, básúnu og Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur, bassabásúnu. Kvartettinn hefur undirbúið fjölbreytta, skemmtilega og spennandi efnisskrá af jólalögum, bæði ramm-íslenskum og alþjóðlegum.
Við ætlum að spila á eftirfarandi stöðum á Þorláksmessu:
12:00-12:30 Reykjastræti við Kolagötu
12:45-13:15 Laugavegur við Bankastræti/Skólavörðustíg
13:30-14:00 Óðinstorg
Þetta verkefni er styrkt af Jólaborginni Reykjavík. Endilega kíkið á okkur á Þorláksmessunni!

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar