Jólafeluleikur tröllsins Tufta!

Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Austurvöllur
27, nóvember 2022 - 18, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.00 - 15.00

Vefsíða https://www.instagram.com/pilkingtonprops/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Getur þú fundið tröllið Tufta?
Tufti verður í felum um miðborgina yfir aðventuna í boði viðburðarpotts Jólaborgarinnar!

Foreldrar fá vísbendingu um staðsetningu hans stuttu áður en feluleikurinn hefst á Facebook og á Instagram síðu okkar: "PilkingtonProps".

Finnið hann kl 14-15 dagana:
- 27. Nóvember
- 4. Desember
- 11. Desember
- 18. Desember

Hér er sagan um það hvernig Tufti kynntist mannfólkinu, eftir Brian Pilkington.

Á 72 ára afmælinu sínu ákvað Tufti, enn mjög ungt tröll, að hann ætlaði að gera eitthvað afskaplega úr karakter. Hann myndi gera eitthvað hugrakkt!

Hann gekk að dyrum hellis síns, klemmdi saman augunum og steig út í dagsbirtuna.

Með augun enn þéttingsföst þreifaði hann fyrir sér um handleggi sína, svo fótleggi og að lokum um búk sinn. "Nei sko!" hugsaði hann, ".. ég hef ekki breyst í stein!" Það er þá ekki satt sem allir sögðu að myndi gerast.

Mjög hægt opnaði hann augun og við honum blasti dásamlegur, skýjaður dagur! Hann skoppaði um af kæti og hljóp svo í gegnum fallegu sveitirnar í nokkrar klukkustundir þar til hann var orðinn alveg lafmóður! Hann settist þá á stein til að ná aftur andanum og skoða útsýnið. Þar í fjarska var Reykjavík.

"Hvað ætli gerist þarna?" spurði hann sjálfan sig. "Jæja, ég á afmæli! Þá á man að vera hugrakkur. Kannski ég fari þá bara og komist að því!"

Hann lagði því af stað í átt að Reykjavík og þrammaði svo beint niður göturnar og inn í miðbæinn.

Hann olli talsverðu fjaðrafoki! Fólk hljóp skelkað í burtu frá honum og faldi sig í verslunum og húsum sínum, í þeirri trú að tröllið yrði of stórt til að finna þau þar.

Með tímanum og fleiri heimsóknum fór fólkið þó að venjast Tufta og sömuleiðis Tufti fólkinu. Allir komust að því að það var í raun ekkert að óttast.

Þessa dagana er hann kærkominn gestur. Börnin elska að hitta Tufta og hann elskar að hitta þau. Allir hlakka til heimsóknanna hans Tufta.

Svipaðir atburðir

Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Siljan | myndbandsgerð
Lífið á landnámsöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Spilum og spjöllum á íslensku
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Christopher Taylor │ Nálægð
Opin sögustund
Gletta
Án titils
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
KK í MENGI
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Naglinn | Gul Birta

#borginokkar