Þú veist.... svona jóla

Sólheimar 14, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Langholtskirkja
13, desember 2022
Opið frá: 18.00 - 22.00

Vefsíða https://www.facebook.com/events/3382770795380103/3382770798713436/?event_time_id=3382770805380102&ref=newsfeed
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þyrstir þig í upplifun sem slær á hjartans hörpustrengi? Viðburð sem vekur sannan jólaanda? Þú veist… svona jóla? Mættu þá á jólatónleika þar sem mannbætandi orka og gleði svífur yfir vötnum.
Vegna fjölda áskorana endurtökum við leikinn frá 2018, 2019 og 2021 þar sem fluttar voru fjölmargar perlur sem lyftu andanum og gulltryggðu jólasælu gesta. Miðarnir hafa í gegnum árin farið hratt, svo tryggðu þér miða á meðan færi gefst!
Hóparnir sem koma fram á tónleikunum eru Karlakórin Esja, Kvennakórinn Katla, Drengjakór Reykjavíkur og Olga Vocal Ensemble.
Til þess að allir geti tekið jólin með sér heim andlega og veraldlega verður hægt að kaupa ilmandi möndlur og jólakerti fyrir utan tónleikastaðinn.
Tónleikarnir verða í Langholtskirkju þann 13. desember næstkomandi kl. 18:00 og kl. 20:30.
Hlökkum til að sjá ykkur

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar