Aðventa í Hafnarborg – hádegisleiðsögn um sýningar safnsins

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
30, nóvember 2022 - 14, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 12.30

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Boðið verður upp á hádegisleiðsögn um yfirstandandi sýningar Hafnarborgar, flæðir að – flæðir frá og Vísað í náttúru, í tilefni aðventunnar. Þá mun Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, sérfræðingur safnsins, leiða gesti um sýningarnar, segja frá völdum verkum og varpa ljósi á þær hugmyndir sem þar eru settar fram. Leiðsögnin varir í um það bil hálftíma.

flæðir að – flæðir frá
Á sýningunni má sjá verk eftir sjö alþjóðlega listamenn sem velta fyrir sér tengingu okkar við hafið. Þá eru mörg listamannanna alin upp á eyjum en öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá löndum þar sem nálægðin við sjóinn hefur mótað samfélagið, menningu og atvinnulíf með afgerandi hætti. Á tímum loftslagsbreytinga má svo merkja ýmsar breytur við ströndina, líkt og hækkandi sjávarborð, sem hafa mun víðtæk áhrif á vistkerfið til langs tíma, er hafið gefur og hafið tekur.

Vísað í náttúru
Í safneign Hafnarborgar má finna fjölda verka sem vísa ýmist til eða í náttúruna en á sýningunni getur að líta úrval slíkra verka, með áherslu á áferðarmikil verk, lífræn form og aflíðandi línur. Sýnd eru jafnt tvívíð sem þrívíð verk – lágmyndir sem ljósmyndir, málverk, textíl- og leirlistaverk. Þá má segja að verkin varpi hvert um sig ljósi á náttúruna í meðförum hinna ólíku myndlistarmanna – en uppruni listsköpunar er oft sagður vera tilraun mannsins til að líkja eftir náttúrunni.

Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna á heimasíðu safnsins, www.hafnarborg.is.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar