Kakó Lingua | Skordýr segja frá

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Kringlunni
14, maí 2023 - 28, maí 2023 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.30 - 15.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/en/event/children/kako-lingua-catch-language-bug
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Nú er að koma vor og þá vakna alls kyns skordýr úr dvala. Við bjóðum upp á pöddu-föndur innblásið af bókinni „Kva es þak?“ sem er einmitt skrifuð á skordýrsku.
Sverrir Norland, rithöfundur og þýðandi, verður með okkur, les úr bókinni og við búum til okkar eigin tungumálaskordýr!

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar