
Undir friðarsól - jólatónleikar Söngfjelagsins
11, desember 2022
Opið frá: 17.00 - 19.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Jólatónleikar Söngfjelagsins eru árviss viðburður á aðventunni; óhefðbundin og glæsileg veisla, bæði fyrir eyru og augu. Söngfjelagið leggur metnað sinn í að kynna tónlist frá ýmsum heimshornum, allt frá Suður-Ameríku til Balkanskaga og syngja hana á frummálinu með aðstoð innlendra og erlendra listamanna.
Þema tónleikanna í ár er bæn okkar allra um frið á jörðu og er yfirskrift tónleikanna "Undir friðarsól". Undir friðarsól er bein vísun í Helgiljóð, lag og ljóð sem Olga Guðrún Árnadóttir samdi fyrir Söngfjelagið árið 2016, en á hverju ári frumflytur kórinn jólalag sem samið hefur verið sérstaklega fyrir hann. Í ár verður frumflutt nýtt jólalag eftir hinn landskunna Söngfjelaga, Hjörleif Hjartarson. Þetta er fimmta lagið sem Hjörleifur semur fyrir kórinn.
Kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson, listrænn ráðgjafi er Sanna Valvanne og hljómsveitarstjóri er Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.