Stofan | Þægileg þögn

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
29, nóvember 2022 - 06, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/en/event/talks-discussions/stofan-comfortable-silence
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hvenær er þögn þægileg? Hvernig skilgreinum við óþægilega, eða vandræðalega þögn? Týpíska bókasafnsþögnin… hverskonar þögn er það?
Saman getum við skapað þægilega þögn: óþvingaða og tillitssama en að sama skapi áhugaverða og ánægjulega fyrir eyru, huga og sál. Frjálslega og leikandi þögn þar sem við gefum smáum hljóðum gaum og hjálpum þeim að þróast í stef og hryn. Hljóðfæri eru oft falin og í dulargervi sem hversdagslegir hlutir, marga hverja sem hægt er að finna á bókasafni. Finnum þau - kynnumst þeim - prófum þau. Eftir smástund venjumst við hljóðfærunum okkar og finnum þægindin í hljóðunum… og þögninni. Við verðum að stíga út fyrir þægindarammann okkar til þess að finna nýja ramma, finna jafnvægi í þægindum.
Verið hjartanlega velkomin í þægilega þagnarstund í Stofunni á Borgarbókasafninu.
Komið, við hittumst við plöturnar á 5. hæð!

Um Stofuna
Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar