Jólaóratórían e. J.S. Bach

Sólheimar , 104 Reykjavík

Dagsetningar
Langholtskirkja
28, desember 2022
Opið frá: 20.00 - 22.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Jólaóratoría BWV 248 eftir Johann Sebastian Bach er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin. Þetta gullfallega verk verður flutt 28. desember kl. 20.00 Í Langholtskirkju. Flytjendur eru Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Írisi Björk Gunnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Benedikti Kristjánssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Konsertmeistari er Páll Palomares

Jólaóratorían segir söguna af fæðingu Jesú á áhrifamikinn og hrífandi hátt með fjörugum kórpörtum, dásamlegum sálmum og gullfallegum einsöngsaríum. Sagan er síðan bundin saman af tónlesi guðspjallamannsins sem Benedikt Kristjánsson mun túlka en hann hefur hlotið mikið lof um allan heim fyrir túlkun sína á verkum Bachs.

Söngsveitin Fílharmónía er 80 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Hann fagnaði 60 ára afmæli sínu síðastliðið vor með frábærum flutningu á Sálumessu Verdis og hlaut lof gagnrýnenda fyrir. Á efnisskrá kórsins þetta starfsár eru auk Jólaóratoríunnar, jólatónleikar þann 27, nóvember þar sem kórinn mun flytja fjölbreytta jólatónlist ásamt sópransöngkonunni Hallveigu Rúnarsdóttur. Á vormánuðum mun kórinn halda tónleika með rómantískum kórperlum og 1. og 2. júní tekur kórinn þátt í flutningi á Carmina Burana ásamt öðrum kórum og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar