Til hamingju Einar Áskell!

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Norræna húsið
11, nóvember 2022 - 31, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://nordichouse.is/vidburdur/congratulations-alfie-atkins/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hipp, hipp, húrra! Einar Áskell!
Ein vinsælasta og ástsælasta barnabókapersóna Svíþjóðar er að verða 50 ára gamall.

Af því tilefni heiðrum við Einar Áskel og hinn margverðlaunaða rithöfund og teiknara, Gunillu Bergström og höldum upp á afmælið hans með nýrri sýningu á barnabókasafni Norræna hússins. Sýningin er unnin í samvinnu við sænska sendiráðið og Sænsku stofnunina á Íslandi.

Nokkrar kynslóðir barna hafa alist upp við bækur Gunillu Bergström sem fjalla um daglegt líf og auðugt ímyndunarafl Einars Áskels og hinn pípureykjandi pabba hans.

Frá árinu 1972 hafa bækurnar verið þýddar meira en 30 tungumál. Einar Áskell hvorki ofurhetja né ævintýrapersóna heldur venjulegt barn eins og lesendur hans, sem er líklega ein af ástæðunum fyrir því að hann heldur áfram að vera elskaður og dáður meðal barna og fullorðinna um allan heim.

Myndskreytingarnar sem lýsa litla, nánast sköllótta gaurnum Einari Áskeli sýna samband föður og sonar og vöktu athygli á áttunda áratugnum, með túlkun sinni á einstæðum, heimavinnandi föður. Bækurnar voru því með þeim fyrstu til að brjóta upp og ögra hugmyndum fólks um hefðbundin kynhlutverk.

Sögurnar fjalla um hversdagsleg vandamál Einars Áskels og föður hans allt frá því að læra að reima skóna sína, að fara að sofa og til lýsinga á einmanaleika lítils barns.

Í tilefni af sýningunni munum við bjóða upp á mismunandi vinnustofur, leiðsagnir um sýninguna og Sögustundir á sunnudögum. Þær verða á flestum skandinavísku tungumálunum, þar á meðal sænsku, norsku, dönsku og finnsku.

Verið velkomin á barnabókasafnið þar sem við vonum að þú og barnið þitt getið notið þess að skoða heim Einars Áskels saman!

Árið 2023 mun sýningin ferðast til mismunandi bókasafna á Íslandi. Áfangastaðir verða birtir síðar.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar