Jóladagskrá Árbæjarsafns

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
11, desember 2022 - 18, desember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 16.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 11. og 18. des n.k.
Jóladagskrá Árbæjarsafns er ómissandi hluti aðventunnar í borginni enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs.
Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum. Í Árbæ má sjá heimafólk skera út laufabrauð, kemba ull og spinna garn. Í Hábæ bjóða húsbændur gestum að smakka íslenskt hangikjöt og í Nýlendu er maður að tálga skemmtilegar fígúrur úr tré.
Í Efstibæ er verið að sjóða skötu í potti og í Miðhúsum býr prentarinn til jólakort. Í hesthúsinu í Garðastræti eru verið að steypa kerti úr tólgi.
Helstu viðburðir:
14:00 Guðsþjónusta í kirkjunni
15:00 Söngur og dans í kringum jólatréð
14:00-16:00 Jólasveinarnir skemmta gestum á víð og dreif um safnsvæðið
Kaffihús safnsins verður opið frá kl. 13-17 en þar gott að setjast niður og fá sér ilmandi kaffi og heimagert bakkelsi.
Það er frítt inn í ár þar sem verkefnið hlaut brautargengi í hverfakosningunum Hverfið mitt 2021-2022 og hlaut þar með góðan fjárstyrk sem notaður verður til að efla jóladagskrána og til að geta boðið ókeypis aðgang.

Svipaðir atburðir

Neyzlan – Reykjavík á 20. öld | Árbæjarsafn
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Lífið á landnámsöld
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Jón Helgi Pálmason │Á meðan myndin dofnar
Christopher Taylor │ Nálægð
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Siljan | myndbandsgerð
Opin sögustund
Gletta
Án titils
Ada Stańczak keramikhönnuður í vinnustofudvöld
Hádegistónleikar í Hafnarborg – Erla Björg Káradóttir
KK í MENGI
Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett - Kammerópera í tónleikauppfærslu
Spilum og spjöllum á íslensku
Ingi Bjarni | Farfuglar – Tónleikar og útgáfuhóf
Naglinn | Gul Birta

#borginokkar