Naglinn | Í Vatnafjöllum

Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
06, september 2022 - 31, október 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 19.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/naglinn-i-vatnafjollum
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Málverkið Í Vatnafjöllum eftir Ásdísi Arnardóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum frá 6. september til loka októbers. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Ásdís hefur í gegnum tíðina stundað fjölbreytt nám tengt myndlist, fyrst í Myndlistaskólanum á Akureyri og síðar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Listaháskóla Íslands sem og í Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu. Náttúra og samfélag eru áberandi í verkum Ásdísar, en verk hennar eru aðallega með vatnslitum á pappír en einnig gerir hún teikningar og bókverk.

Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum. Í Vatnafjöllum er 11. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Hægt er að leigja verkið Í Vatnafjöllum á 2.000 kr. á mánuði eða kaupa á 57.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is/

Nánari upplýsingar veita:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar