Myndlist hjá Miðeind

Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Miðeind
20, ágúst 2022
Opið frá: 13.00 - 19.00

Vefsíða https://mideind.is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hugbúnaðarfyrirtækið Miðeind býður gesti og gangandi velkomin á opið hús á skrifstofu Miðeindar milli 13.00 og 19.00 á Menningarnótt. Skrifstofuna prýða mynd- og handverk eftir um það bil tuttugu samtímalistamenn, þar á meðal húsgögn eftir húsgagnasmiðinn, tón- og myndlistarmanninn Klemens Hannigan.

Nýjasta viðbót í safnið er neonverkið „Landið þitt er ekki til“, eftir spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Verkið er hluti af herferð tvíeykisins sem hófst í Tyrklandi árið 2003 og hefur boðskap þess verið miðlað á fleiri tungumálum, með mismunandi aðferðum í hartnær 20 ár. Árið 2011 var verkið hluti af framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins, þá á ítölsku.

Verið velkomin á skrifstofu Miðeindar að Fiskislóð 31B milli 13.00 og 19.00 á Menningarnótt. Sjón er sögu ríkari!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar