SalsaIceland býður í dans á Ingólfstorgi

Austurstræti 4, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ingólfstorg
20, ágúst 2022
Opið frá: 13.30 - 15.00

Vefsíða http://salsaiceland.is/class/salsakvold-med-okeypis-prufutima-fyrir-byrjendur-kl-1930-a-solon-midvikudaginn-4-desember/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Eins og síðastliðin ár býður Salsa Iceland dansglöðum gestum Menningarnætur upp á opið salsadansgólf og kennslu í salsadansi.
Viðburðurinn er fastur liður í dagskrá Salsa Iceland sem býður allan ársins hring upp á heilbrigt félagslíf í formi salsadanskvölda. Þau einkenna fjölbreytileiki glaðra gesta sem eru á öllum aldri og ýmsu þjóðerni.
Salsadansandi félagar í SalsaIceland nýta jafnan færið á Menningarnótt og stútfylla opið dansgólfið. Þar kennum við gestum og gangandi grunnsporin og sýnum salsadans eins og hann gerist bestur. Við hvetjum alla áhugasama til að koma
og prófa með okkur einföld spor við dásamlega latín tónlist. Auk þess
verður opið dansgólf þar sem salsaglaðir hrista skanka og njóta þessa
vinsæla "social dans" sem dansaður er út um allan heim við miklar
vinsældir. Við bjóðum upp á dagskrá milli 13:30 og 15:00.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar