Tónleikar: Huldumaður og víbrasjón

Flókagata 24, 105 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir
20, ágúst 2022
Opið frá: 17.00 - 18.00

Vefsíða https://listasafnreykjavikur.is/vi%C3%B0burdir/menningarnott-tonleikar-huldumadur-og-vibrasjon
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón leikur þekkt íslensk dægurlög í glænýjum og framandi búningi inni á sýningunni Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals.

Dúettinn, sem dregur nafn sitt af málverki eftir Kjarval, skipa þeramínleikarinn Hekla Magnúsdóttir og gítarleikarinn Sindri Freyr Steinsson. Tónleikagestum gefst einstakt tækifæri að upplifa dulmagnaðan hljóðheim umkringdum listaverkum meistara Kjarvals. Hljóðheim þar sem fögur og angurvær gervirödd þeramínsins leikur við dökka og djassskotna gítartóna ásamt þverflautu og hljóðgervil.

Ókeypis aðgangur.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar