Álfahátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði

Skúlaskeið 5, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hellisgerði
13, ágúst 2022
Opið frá: 14.00 - 16.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Barnahátíðin "Álfahátíð í Hellisgerði" verður haldin laugardaginn 13. ágúst 2022 frá kl. 14-16:30. Garðurinn opnar kl. 14 með sögustund bókaálfs frá Bókasafni Hafnarfjarðar en dagskrá á sviði hefst kl. 15 og stendur yfir til c.a. 16:30 þar sem álfarnir Móa og Blómi sjá um að kynna dagskrá. Álfadrottning, álfakóngur og Húlladúllan verða á svæðinu á meðan á hátíðinni stendur auk þess sem börnin geta fengið andlitsmálun.

Á dagskrá hátíðar í ár eru:

•Álfarnir Móa & Blómi
•Vala Eiríks
•Ávaxtakarfan
•Álfakóngur og álfadrottning
•Tónafljóð
•Húlladúllan
•Andlitsmálun
•Gong hugleiðsla fyrir börn
•Sögustund
•Sölutjald
•Og FULLT AF ÁLFUM

Við hvetjum góða gesti til að mæta klædd í álfabúningum

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

* Skiljum hundana eftir heima.
_________________________________________________

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar