Listasafn Reykjavíkur á Menningarnótt

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Reykjavíkur
20, ágúst 2022
Opið frá: 10.00 - 23.00

Vefsíða https://listasafnreykjavikur.is/vi%C3%B0burdir/listasafn-reykjavikur-menningarnott
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listasafn Reykjavíkur býður gestum upp á fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst. Þennan dag er ókeypis inn í Hafnarhús og á Kjarvalsstaði kl. 10-23.00 og í Ásmundarsafn kl. 10-17.00 – og mikið um dýrðir.

Verið öll hjartanlega velkomin!

DAGSKRÁ

Hafnarhús

10-18.00
Klippivíðátta – smiðja. Gestir geta sest niður, klippt og límt og tekið þátt í að skapa víðáttumynd í anda Errós. Smiðjan er staðsett á 2. hæð í Hafnarhúsi, á bryggjunni.

14.00 og 15.00
Leiðsögn skrípóteiknara: Sprengikraftur mynda. Halldór Baldursson, margverðlaunaður teiknari, verður með tvær leiðsagir um sýninguna. Fyrri leiðsögnin hefst kl. 14.00 og hin síðari kl. 15.00.

Kl. 17-20.00
Örleiðsagnir: Sprengikraftur mynda. Reglulegar 10 mínútna örleiðsagnir um valin verk á sýningunni Erró: Sprengikraftur mynda. Leiðsagnirnar verða á hálftíma fresti og byrjar fyrsta leiðsögnin kl. 17:00 og sú síðasta kl. 20:00

18-23.00
Pop-up bar. Malbygg Brugghús verður með pop-up bar í kaffistofunni á 2. hæð í Hafnarhúsi.

20-22.00
DJ OPEN. Danspartí á bryggjunni, 2. hæð Hafnarhúss. Myndlistarmennirnir Arnar, Hildigunnur, Una og Örn Alexander sjá um að þeyta skífum fyrir dillandi dansi.

Kjarvalsstaðir

15-17.00
Gripið í nál. Opin saumasmiðja þar sem öll fjölskyldan getur gripið í nál og þráð og saumað út.

15.00 og 16.00
Örleiðsagnir: Spor og þræðir. Stuttar og snarpar leiðsagnir um valin verk á sýningunni Spor og þræðir. Leiðsagnirnar verða tvær og byrjar sú fyrri kl. 15:00 og sú seinni kl. 16:00.

15.30 og 16.00
Örleiðsagnir: Andlit úr skýjum. Örleiðsagnir um valin verk á sýningunni Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals. Leiðsagnirnar verða tvær og byrjar sú fyrri kl. 15:30 og sú seinni kl. 16:30.

18.00
Leiðsögn sýningarstjóra: Spor og þræðir. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, annar sýningarstjóri Spora og þráða, verður með leiðsögn um sýninguna.

19.30
Baldvin Snær Hlynsson leikur af fingrum fram. Píanóleikarinn Baldvin Snær Hlynsson leikur jazzperlur fyrir gesti og gangandi.

20.00
Leiðsögn sýningarstjóra: Andlit úr skýjum. Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri, verður með leiðsögn um sýninguna Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals.

Hljómskálagarður
13.00
Fjölskylduleiðsögn og leikur. Leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um Perlufesti – höggmyndagarð kvenna sem staðsettur er í suðvestur horni Hljómskálagarðs.

Ásmundarsafn
Safnið verður opið kl. 10-17.00 og hægt verður að skoða sýninguna Loftskurður þar sem myndlistarmaðurinn Rósa Gísladóttir sýnir verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar.

Svipaðir atburðir

Erró: Sprengikraftur mynda
Hádegisleiðsögn – Erró: Sprengikraftur mynda
Orgelhátíð barnanna
Elvar Örn Kjartansson │Kerfið
Fimmtudagurinn langi
Aðskotadýr │Listsýning Hlutverkaseturs
Solander 250: Bréf frá Íslandi
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
uppreisn
Gissur Guðjónsson │ Svæði
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Reykjavík ... og sagan heldur áfram
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Minecraft smiðja
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Naglinn | Í Vatnafjöllum
Círculo de lectura: Cortometrajes de España | Leshringur á spænsku: Stuttmyndir frá Spáni
Litaprufur | Sýning
Sögur | Tónsmíðar
Lífið á landnámsöld

#borginokkar