Sögur | Leikritun

Spöngin 41, 112 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Spönginni
01, október 2022
Opið frá: 13.00 - 15.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/sogur-leikritun
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum 9-12 ára, að læra að skrifa leikrit undir leiðsögn Hildar Selmu Sigurbertsdóttur. Á námskeiðinu læra krakkar hvernig sögur lifna við í leikritarhandriti.

Námskeiðið er tvö skipti, laugardagana 1. og 15. október

Opnað verður fyrir skráningu 1. september.

Dagskrá:
1. október: Hildur Selma fer yfir undirstöðuatriðin í handritagerð og kennir börnunum skemmtilegar leiðir við að finna innblástur.
Milli námskeiða vinna börnin áfram í sínu handriti
15. október: Hildur Selma leiðir áfram í leikritun og börnin leggja lokahönd á verkið.

Í lok námskeiðsins verða börnin hvött til að senda inn leikritahandritið sitt í samkeppni Sagna og verða valin leikrit sett upp í Borgarleikhúsinu . Leikritin verða svo verðverðlaunuð á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.

Hildur Selma útskrifaðist með BA próf í sviðslistum af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2018. Í náminu fékk hún innsýn inn í alla fleti sviðslista. Hún fór fljótt að einbeita sér að skrifum og nýtti sér einstaklingsverkefni á öðru ári til að skrifa leikrit sem var leiklesið innan veggja skólans.
Útskriftarverk Hildar frá LHÍ var leikritið Sólarplexus. Verkið var blanda af sýningu og leiklestri og var sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins á vormánuðum árið 2018.
Hildur var ein af þremur ungum leikskáldum sem valin voru til að skrifa stutt verk fyrir Núna 2019 sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hún átti þar verkið Sumó. Verkin þrjú voru sýnd saman undir einum hatti og fengu mjög góðar viðtökur. Þá var hún fengin, ásamt þremur öðrum leikskáldum til að skrifa hvert sitt leikhandrit fyrir Þjóðleik, spennandi verkefni á vegum Þjóðleikhússins fyrir ungt fólk á landsbyggðinni. Verkin verða sýnd um land allt á næstu mánuðum. Hildur Selma á einnig verk í nýju Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins. Verkið hennar, Heimsókn var valið úr fjöldamörgum umsóknum sem leikhúsinu bárust. Nú stundar hún einnig mastersnám í Ritlist við Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar