Listin að lifa

Skólavörðustígur 4, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Gallerý Grásteinn
20, ágúst 2022
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða //www.andreaolafs.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listin að lifa er fyrsta einkasýning Andreu Ólafs á myndlist sem unnin er síðustu misserin. Sýningin er haldin í tilefni hálfrar aldar afmælis listamannsins sem fagnar lífinu, listinni og ástinni og býður alla velkomna sem eiga leið hjá.

Andrea segir skaparann hafa komið út úr skápnum, bæði henni sjálfri og öðrum að óvörum. Nú vill hún hvetja alla skapara að koma út úr skápnum og leyfa bæði sjálfum sér og öðrum að njóta gefandi listsköpunar. Hún hefur á síðustu misserum tekið þátt að skipuleggja og sýna verk á þremur samsýningum. Andrea segir að áhrifa af hughrifum og innblæstri frá Wassily Kandinsky (1866-1944), sem stundum er kallaður faðir abstrakt listarinnar, muni gæta í sumum verkum á sýningunni.

Formleg opnun verður á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst kl. 14 en sýningin mun standa til 30. ágúst á opnunartíma Gallerýs Grásteins.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar