BREK Tónleikar á Café Rosenberg

Vesturgata 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Café Rosenberg
20, ágúst 2022
Opið frá: 20.30 - 22.00

Vefsíða //www.brek.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hljómsveitin Brek heldur tónleika á Café Rosenberg fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt.

Sveitin leikur m.a. lög af samnefndri plötu sinni sem hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin sem Plata ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar á árinu.
Tónleikarnir eru í haldnir í samstarfi við Café Rosenberg, en staðurinn er löngu orðin þekkt stærð í íslensku menningarlífi.
Einnig hlaut þessi viðburður styrk úr Menningarnæturpotti Landsbankans.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis!

Í tónlist sinni leggja meðlimir sveitarinnar mikla áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð.

Brek skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór Matthíasson kontrabassaleikari.

www.brek.is

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar