BREK Pop-up tónleikar á Menningarnótt

Vesturgata 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Café Rosenberg
20, ágúst 2022
Opið frá: 14.30 - 15.00

Vefsíða //www.brek.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hljómsveitin Brek heldur þrenna stutta pop-up tónleika fyrir gesti og gangandi fyrir utan veitingastaðinn Café Rosenberg á Vesturgötu 3. Um kvöldið, kl. 20:30 verða svo lengri tónleikar inni á Café Rosenberg. Frítt er á alla tónleikana.

Sveitin leikur m.a. lög af samnefndri plötu sinni sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Plata ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar á árinu.
Tónleikarnir eru í haldnir í samstarfi við Café Rosenberg, en staðurinn er löngu orðin þekkt stærð í íslensku menningarlífi. Einnig hlaut þessi viðburður styrk úr Menningarnæturpotti Landsbankans.

Pop up tónleikar fyrir utan Café Rosenberg:
kl. 14:30
kl. 15:30
kl. 16:30

Inni á Café Rosenberg:
kl. 20:30

Í tónlist sinni leggja meðlimir sveitarinnar mikla áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð.

Brek skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór Matthíasson kontrabassaleikari.

www.brek.is

Svipaðir atburðir

Orgelhátíð barnanna
Komdu að leika! | Árbæjarsafn
Erró: Sprengikraftur mynda
Ísfréttir | Nordic Affect
Gissur Guðjónsson │ Svæði
Sögur | Tónsmíðar
Melckmeyt 1659 | Sjóminjasafnið
Hádegisleiðsögn – Erró: Sprengikraftur mynda
Reykjavík ... og sagan heldur áfram
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Vínylkaffi | Fyrstu hljómplötur listamanna
Elvar Örn Kjartansson │Kerfið
Fimmtudagurinn langi
Aðskotadýr │Listsýning Hlutverkaseturs
Lífið á landnámsöld
Sögur | Leikritun
Solander 250: Bréf frá Íslandi
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Minecraft smiðja

#borginokkar