Kvöldganga | Laugavegur með Önnu Dröfn og Guðna Valberg

Lækjargata 1, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Stjórnarráðið við Lækjartorg
11, ágúst 2022
Opið frá: 20.00 - 21.30

Vefsíða https://borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í göngunni munu höfundar bókarinnar LAUGAVEGUR fara upp Bankastræti og að Klapparstíg og fjalla um byggingarsögu valinna húsa í samhengi við þróun verslunar og skipulag aðalgötu borgarinnar. Gangan hefst við Stjórnarráðið kl. 20. Þátttaka er ókeypis og öllum velkomin.
Sagðar verða sögur af því sem var, er og hefði geta orðið og gestum bent á falin atriði í útliti húsanna eða götunnar sem varpa ljósi á stærri sögu.
Bókin LAUGAVEGUR kom út fyrir síðustu jól á vegum Angústúru en þar eru tekin fyrir 120 húsnúmer við Bankastræti og Laugaveg og saga byggingalistar og verslunar á milli Lækjargötu og Hlemms rakin í máli og myndum.
Anna Dröfn Ágústsdóttir er sagnfræðingur og lektor og fagstjóri við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands og Guðni Valberg er arkitekt og annar eigenda Trípólí arkitekta. Þau eru einnig höfundar bókarinnar REYKJAVÍK SEM EKKI VARÐ sem kom út árið 2014.
Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarsögusafn, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Upplýsingar um allar göngurnar er að finna á vef Borgarbókasafnsins og á Facebooksíðunni, Kvöldgöngur.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar