Nick Jameson

Nick Jameson: A Crowd of One

Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Húrra
27, júní 2022 - 01, júlí 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 22.00 - 23.00

Vefsíða https://rvk.ssboxoffice.com/events/nick-jameson-a-crowd-of-one/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Nick Jameson kemur fram á Reykjavík Fringe Festival með sína algerlega einstöku blöndu af uppistandi og tónlistargríni. Sýningin hans, A Crowd of One, er fáránlega fullnægjandi rússíbani ólíkra radda og persóna sem Nick skapar á sinn óviðjafnanlega hátt. Nick er rokkari af lífi og sál sem kastar fram vafasömum heimspekilegum pælingum í tali og tónum sem dansa á jaðri yfirgangs og dónaskapar. Nick Jameson er bandarískur uppistandari, leikari og tónlistamaður sem býr hér á landi. Sem leikari er hann best þekktur sem Yuri Suvarov, forseti Rússlands, í sjónvarpsþáttunum vinsælu 24. Hann var meðlimur í rokkbandinu Foghat, og pródúseraði helsta smell þeirra, lagið Slow Ride, sem nú má heyra í kvikmyndinni Top Gun Maverick. Sem uppistandari og spunaleikari hefur hann komið fram víða í Bandaríkjunum m.a. hjá The Comedy Store, Flappers, The Improv og Second City. Hann hefur talsett hundruð teiknimynda, kvikmynda og tölvuleikja, og er núna að vinna í teiknimynd Paul McCartney, High In the Clouds. „Hann er algerlega ekta og miklu fyndnari en gengur og gerist.“ Carlton Cuse, handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþáttanna Lost og Locke & Key. „Mjög hæfileikaríkur leikari.“ Mark Hamill, best þekktur sem Logi Geimgengill í Stjörnustríðsmyndunum. „Ef Frank Zappa og Willem Dafoe eignuðust barn saman væri það Nick Jameson.“ Eric Bazilian, einn stofnenda hljómsveitarinnar Hooters og höfundur lagsins One of Us, sem Joan Osborne gerði vinsælt árið 1995. „Einstakur og töfrandi hæfileikamaður.“ Richard Bach, höfundur bókanna Jónatan Livingston Mávur og Ímyndir: nýr Messías kemur svífandi af himnum á flugvél. "Dásamlegur leikari og alger rökræðusnillingur." Jerry heitinn Stiller leikari.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar