Copenhagen Jazz Funk Collective feat. Benjamin Koppel (DK)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
18, ágúst 2022
Opið frá: 22.30 - 23.30

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/copenhagen-jazz-funk-collective-feat-benjamin-koppel-dk-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Copenhagen Jazz Funk Collective er hljómsveit sem samanstendur af nokkrum af reynslumestu jazz og fönk tónlistarmönnum Danmerkur.
Innblásturinn er sóttur frá hljómsveitum og listamönnum eins og Weather Report, Spyro Gyra, Yellow Jackets, Mezzoforte, Marcus Miller, David Sanborn og Steps Ahead.
Tónlistin er grúví og einfaldleikinn í fyrirrúmi en styrkurinn felst einkum í samspili hljómsveitarmeðlima, spuna og sköpun.
Hljómsveitin hóf að spila saman vorið 2020 þegar samkomutakmarkanir vegna Covid voru í gildi. Lagið Corona-Ride var hljóðritað sumarið 2020 og mismunandi takttegundir endurspegla erfiða tilveru með veirunni. Tónlistin var samin af bassaleikaranum Mads Pagsberg.
Á tónleikum CJFC á Jazzhátíð Reykjavíkur mun danski saxófónleikarinn Benjamin Koppel koma fram með sveitinni.
Hljómsveitin:
Benjamin Koppel : saxófónn – Joe Lovano, Kenny Werner, Charlie Mariano, Daniel Humair, Phil Woods, Alex Riel, Larry Goldings, Randy Brecker, Palle Danielsson, Ignacio Berroa, Bill Stewart, Lionel Loueke, Paul Bley, Miroslav Vitous, Miguel Zenon, Chano Dominguez, Peter Erskine, Scott Colley, Johnathan Blake, Bobby Watson
Søren Lee : gítar – Marilyn Mazur, Ray Brown, Jim Hall, Jørgen Emborg, Emil Hess, Mads Vinding
Anders Rose : hljómborð – Johnny Logan, Marc Bernstein, DR Radio Orchestra
Mikkel Villingshøj : trommur – Suspekt, Klamfyr, Søren Reiff, Linda Andrews
Mads Pagsberg : bassi/hljómsveitarstjórn – Ralf Nyqvist, Alex Cassanyes, Michele Corcella, Tupac Mantilla, Jim McNeely, Maria Schneider

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar