Jakob Bro / Óskar Guðjónsson / Skúli Sverrisson (DK/IS)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
17, ágúst 2022
Opið frá: 21.15 - 22.15

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/jakob-bro-oskar-gudjonsson-skuli-sverrisson-dk-is-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
Það er með einskærri gleði sem Jazzhátíð Reykjavíkur býður til tónlistarveislu sem ekkert áhugafólk um jazz- og spunatónlist, eða tónlist yfirleitt, má láta framhjá sér fara. Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson spila saman opinberlega. Hér er um að ræða einstakan viðburð og mega áhorfendur búast við hljóðrænu ferðalagi sem seint gleymist.
Danski jazzgítarleikarinn og tónskáldið Jakob Bro hefur um árabil verið í fararbroddi melódískra spunamanna og er hann nú á mála hjá hinu virta útgáfufyrirtæki ECM. Hann hefur gefið út 16 plötur undir sínu nafni þar sem meðleikarar eru Lee Konitz, Bill Frisell, Paul Motian, Kenny Wheeler, Paul Bley, Chris Cheek, Thomas Morgan, Ben Street, Mark Turner, Kurt Rosenwinkel, Andrew D’Angelo, Chris Speed, George Garzone, Craig Taborn, Oscar Noriega, David Virelles, Jon Christensen, Jesper Zeuthen, Anders Christensen, Peter Laugesen, Kresten Osgood, Jakob Høyer, Nicolai Munch-Hansen, Jonas Westergaard, Søren Kjærgaard, Nikolaj Torp Larsen og margir fleiri.
Jakob Bro var hluti af Paul Motian & The Electric Bebop Band (Garden of Eden, ECM – 2006) og hljómsveit Tomasz Stanko sem heitir Dark Eyes Quintet (Dark Eyes, ECM – 2009).
Í vúverandi verkefnum er hann að vinna með einstöku listafólki og má þar nefna Palle Mikkelborg, Andrew Cyrille, Marilyn Mazur, Mark Turner, Joe Lovano, Joey Baron, Thomas Morgan, Jorge Rossy, Larry Grenadier, Anders Christensen og Arve Henriksen.
Trying to put your finger on Jakob Bro’s guitar style can be like trying to describe the essence of air.”
– Steve Futterman, The New Yorker
Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson hafa leikið saman um árabil og eru á meðal okkar fremstu músíkanta í jazz- og spunatónlist. Þeir komu fram sem dúó í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2020. Samstarf þeirra á sér langa sögu og hefur meðal annars gefið af sér tvær stórgóðar plötur, Eftir þögn (After Silence) sem kom út árið 2002 og The Box Tree sem Mengi gaf út árið 2012 en fyrir þá plötu hlutu þeir Óskar og Skúli Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu djassplötu ársins 2012.
„If you put Stan Getz in an echo chamber, playing at the quietest volume possible, his breath audibly escaping around the reed, alongside someone playing a semi-acoustic bass with baroque-guitar technique, you’d get something roughly like “The Box Tree”, a gorgeous record of duets between two Icelandic musicians, the bassist Skuli Sverrisson and the tenor saxophonist Oskar Gudjonsson. The 10 pieces on the album are studies in melodic ebb and flow at even projection. They’re not improvised pieces; they’re well-charted with sweet melodies. Because it doesn’t sound like much else, it can carve out a privileged space for you pretty quickly. It’s a pulse-settler and an order-restorer: It could be the last thing you listen to before you go to bed, or something to lead you into sleep.“
– Ben Ratliff. The New York Times. May 10, 2013
Jakob Bro : gítar
Skúli Sverrisson : bassi
Óskar Guðjónsson : saxófónn
Vefsíða Jakob Bro: jakobbro.com

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar