Ikarus (CH)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
16, ágúst 2022
Opið frá: 21.15 - 22.15

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/ikarus-ch-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
IKARUS er módernískur/grúv/jazz kvintett sem samanstendur af Ramón Oliveras (lagasmíðar, trommur), Anna Hirsch (söngur), Andreas Lareida (söngur), Lucca Fries (píano) og Mo Meyer (kontrabassi). Einstakur hljóðheimur hljómsveitarinnar byggir á síbreytilegum pólýrytmum, flöktandi taktstílum, áreynslulausum spunastíl og hrífandi fléttu karl- og kvensöngraddar, og fær áheyrandann til að vilja standa upp og dansa með, jafnvel þótt taktheimur tónlistarinnar sé til þess fallinn að rugla í rytmaskyni útlimanna. Ikarus hefur gefið út þrjár breiðskífur hjá plötufyrirtæki Nik Bärtschs, “Ronin Rhythm Records”, og hafa þess utan túrað mjög víða í Evrópu og Japan. Hljómsveitin er hluti af svokölluðu “high priority jazz program”, verkefni hjá Swiss art council Pro Helvetia, sem þýðir að þau eru ein af flaggskipum jazztónlistarsenu yngri kynslóðarinnar í Sviss.
A surprisingly individual signature. A constantly changing mosaic of music..
– Jazzthing (DE)
Quality writing, flawless performances and a resplendently detailed production. A significant release indeed.
– Sid Smith, Prog Magazine (UK)
Fantastic, phantasmagoric, and masterful in its nonchalance, Ikarus is a complete musical experience.
– 5/5, Bud Kopman, Allaboutjazz.com (USA)
– In addition to the minimalistic yet dynamic music, these two voices create an enormous tension. It is beautiful and deeply moving.
– Klassieke Zaken (NL)
– This band is unique. It‘s great fun to listen to their music.
– Real & True (JP)

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar