Silva Þórðardóttir / Steingrímur Teague / Daníel Böðvarsson

Tjarnargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ráðhús Reykjavíkur
16, ágúst 2022
Opið frá: 17.00 - 18.00

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/silva-thordardottir-steingrimur-teague-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Standardaplatan More Than You Know kom út á vegum Reykjavík Record Shop í byrjun sumars 2022. Hljóðfæraskipan er fábrotin með eindæmum: Silva Þórðardóttir syngur, og Steingrímur Teague spilar á wurlitzer og filtdempað píanó ásamt því að raula annað slagið. Fyrir utan eitt örstutt bassaklarinettsóló – sem Jóel Pálsson leikur uppúr þurru í bláendann – koma engir aðrir flytjendur við sögu á plötunni.
Lítið er um flugelda og bellibrögð í hljóðfæraleik, hverfandi áhersla lögð á hefðbundna sveiflu eða grúv, og af þeim rúmu tuttugu mínútum sem platan spannar fara mögulega tvær í sóló. Í staðinn er reynt að skapa svipsterka hljóðmynd með þeim fáu hljóðgjöfum sem koma við sögu, og lokamarkmiðið jazzplata með sterk sérkenni í hljóm og áferð – allir ættu strax að geta heyrt um hvaða verk er að ræða. Persónuleikar flytjenda lita útkomuna óhjákvæmilega, og hljóðfæraskipan er það óhefðbundin að endurskoða þarf ýmsar viðteknar venjur í djassflutningi.
Til að gera óverdöbbuðum hljóðheimi plötunnar skil á tónleikum fá þau Silva og Steingrímur til liðs við sig Daníel Friðrik Böðvarsson á hljóðgervil og gítar.
Silva Þórðardóttir : rödd
Steingrímur Teague : wurlitzer, píanó, rödd
Daníel Böðvarsson : hljómborð, gítar

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar