Siggi Flosa og Sálgæslan

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
13, ágúst 2022
Opið frá: 21.45 - 22.45

Vefsíða https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/siggi-flosa-and-the-soul-patrol-is/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
Sálgæslan er jazz- og blúshljómsveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar en hann er höfundur allra laga og texta sem hópurinn flytur. Auk Sigurðar sem leikur á saxófón spilar Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Einar Scheving á trommur, Erik Tengholm á trompet og Samúel J. Samúelsson á básúnu. Um er að ræða síðbúna útgáfutónelika en flutt verður efni af tveimur plötum sem komu út á Covid tímanum. Þæri eru „Blásýra“ frá 2021 og „Einbeittur brotavilji“ frá 2022. Á plötunum koma fram sjö landskunnir söngvarar en á tónleikunum syngja þau Andrea Gylfadóttir, KK, Stefán Hilmarsson og Rebekka Blöndal. Í textum lagann verður til heimur þar sem helstu persónur og leikendur eru með annars smákrimmar, siðblindingjar, eltihrellar og brennivínsberserkir. Fjölbreytileiki mannlegrar kynhegðunar kemur við sögu og það gerir reyndar gamla góða ástin líka. Margt er a mörkum hins löglega og hins siðlega! Tónleikarnir eru styrktir af styrktarsjóðs SUT og Ruthar Hermanns.
„Sigurður leyfir sér að fara á gáskafullt hlemmiskeið. Skemmtan er miðlæg þó að framkvæmd og hugmyndavinna sé að sjálfsögðu metnaðarfull, eins og annað sem Sigurður kemur nálægt. ……aðlaðandi verk sem fær fólk til að brosa og dilla sér, eitthvað sem tekst vel, enda framfærsla öll fagleg bæði og til fyrirmyndar.“ – Arnar Eggert Thoroddsen, RÚV
Sigurður Flosason : altó saxófónn
Andrea Gylfadóttir : rödd
KK : rödd
Friðrik Ómar : rödd
Stefán Hilmarsson : rödd
Rebekka Blöndal : rödd
Þórir Baldursson : hammond orgel
Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Einar Scheving : trommur
Erik Tengholm : trompet
Samúel J. Samúelsson : básúna

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar