KVÖLDGANGA | Á slóðum miðbæjarrottunnar

Bankastræti 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Við styttuna Vatnsberann í Lækjargötu
18, ágúst 2022
Opið frá: 18.00 - 19.00

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á slóðum miðbæjarrottunnar er fjölskylduganga sem Auður Þórhallsdóttir, höfundur bókanna um Miðbæjarrottuna, leiðir fimmtudaginn 18. ágúst. Á göngunni förum við á söguslóðir fyrstu bókarinnar og kynnumst nokkrum af styttum bæjarins.
Miðbæjarrottan Rannveig veit fátt skemmtilegra en að heyra sögur af því hvernig lífið var í gamla daga. Í bókinni: Miðbæjarrottan - Borgarsaga fer hún á stúfana til að leita að Karlottu frænku sinni sem er týnd í miðbæ Reykjavíkur.
Rannveig fær aðstoð við leitina frá styttum bæjarins sem muna margar tímana tvenna en saga þeirra er nátengd sögu borgarinnar. Og hver veit nema við rekumst á Rannveigu eða ömmu hennar, hana Bardúsu, sem báðar búa í styttum. Ef stytturnar eru grandskoðaðar má kannski koma auga á litlar dyr að heimili miðbæjarrottanna.
Gangan hefst á horni Bankastrætis og Laugavegs, við styttuna af Vatnsberanum. Við þræðum svo nokkurn veginn sömu leið og Rannveig fer í bókinni í leit sinni að frænkunni og endum hjá styttunni af Tómasi Guðmundssyni við Tjörnina.

Svipaðir atburðir

Lífið á landnámsöld
Leiðsögn │ Árbæjarsafn
Reykjavík ... sagan heldur áfram│Aðalstræti 10
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar