Sjhalló-Lishópur Hins Hússins

Bjarkargata 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hljómsskálagarður
17, júní 2022
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða //www.hitthusid.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Elínborg Una Einarsdóttir og María Jóngerð Gunnlaugsdóttir bjóða vegfarendum að taka þátt í listrænni rannsókn sinni SJHALLÓ með því að hlusta á flutning þeirra á laginu Shallow eftir Lady Gaga og Bradley Cooper og skrásetja upplifanir sínar.

Í sumar ætla Elínborg Una Einarsdóttir og María Jóngerð Gunnlaugsdóttir að flytja lagið Shallow eftir Lady Gaga og Bradley Cooper 100 sinnum út um alla Reykjavík og skrásetja upplifanir áhorfanda. Elínborg og María kynnumst í Listaháskóla Íslands þar sem þær stunda báðar nám á Sviðshöfundabraut en fljótlega tengdu þær yfir þeirri staðreynd að geta alls ekki sungið. Í verkinu sem er sumarlöng rannsókn á áhrifum samhengis á fyrirbærafræðilegri upplifun áhorfandans af list er unnið með performans ófullkomleikans (e. Performans of failiure). Verkið er rannsókn og ferli, bæði fyrir Elínborgu og Maríu en líka áhorfendur/þátttakendur, og þannig færist áherslan frá lokaniðurstöðu eða neysluvöru og fær líf sem mun halda áfram að hafa áhrif eftir að flutningnum er lokið. Dæmi um staði sem Elínborg og María ætla sér að syngja á eru sundlaugar, skemmtistaðir, hjúkrunarheimili og verslunarkjarnar

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar