What's Up, Ave Maria?

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
21, maí 2022 - 21, ágúst 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is/exhibition/whats-up-ave-maria/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningu Sigurðar Ámundasonar, What’s Up, Ave Maria?, sýnir listamaðurinn verk, teikningar og vídeó, sem takast á við tákn, teikn, merki eða lógó. Slík merki hafa vægi í samfélaginu, jafnvel vald – táknmyndir sem við túlkum, sem segja okkur eitthvað, upplýsa okkur eða koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. En hvað gerist hins vegar ef merkið sem við sjáum virðist ekki merkja neitt ákveðið? Ef merkið lítur út eins og merki, notar tungumál merkisins, en bendir ekki á neitt?

Sigurður Ámundason útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Sigurður hefur haldið þrettán einkasýningar, meðal annars í Kling & Bang, Kunstschlager, Húsinu á Patreksfirði, Open, Ekkisens og Úthverfu. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, til dæmis á Kjarvalsstöðum, í Hverfisgallerí, Glettu á Borgarfirði eystra, Harbinger, Salts í Basel, Sviss, og CHART Emerging í Kaupmannahöfn. Hann hefur kennt í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna. Sigðurður býr og starfar í Reykjavík.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar