Í undirdjúpum eigin vitundar

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
21, maí 2022 - 28, ágúst 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is/exhibition/i-undirdjupum-eigin-vitundar/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni Í undirdjúpum eigin vitundar verða sýnd verk frá öllum ferli listamannsins Gunnars Arnar Gunnarssonar, sem spannar tæplega fjóra áratugi, en á þeim tíma gekk hann í gegnum nokkrar umbreytingar og stokkaði reglulega upp viðfangsefni sín. Gunnar Örn var gríðarlega afkastamikill listamaður og eftir hann liggur mikill fjöldi verka: teikningar, einþrykk, málverk og skúlptúrar, vatnslitaverk auk verka sem unnin eru með blandaðri tækni.

Gunnar Örn Gunnarsson (1946-2008) lærði á selló í Kaupmannahöfn veturinn 1963-64 og sótti einnig teikninámskeið hjá Svend Nielsen í Danmörku en var að öðru leiti sjálfmenntaður í myndlist. Gunnar Örn var virkur í sýningarhaldi hér á landi, auk þess sem verk hans voru meðal annars sýnd í Danmörku, Tókýó, Búdapest og í galleríi Achims Moeller í New York. Gunnar Örn var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1988. Verk eftir listamanninn eru í eigu fjölmargra safna á Íslandi en einnig má finna verk hans í Guggenheim-safninu í New York, samtímalistasafninu Sezon (Seibu) í Tókýó, auk Moderna-safnsins og Listasafns Svíþjóðar í Stokkhólmi.

Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir.

Svipaðir atburðir

RUSL fest
Spor og þræðir
Rósa Gísladóttir og Ásmundur Sveinsson: Loftskurður
Fimmtudagurinn langi
Erró: Sprengikraftur mynda
Artótek | Naglinn: Háteigskúpa
Föstudagsfiðrildi Listhópa & Götuleikhús Hins Hússins
Hádegisleiðsögn á ensku: Sprengikraftur mynda
Fantasia Floreale: Metamorphosis - Reykjavík Fringe Festival
What's Up, Ave Maria?
Hedwig And The Angry Inch
Ester Jóhannesdóttir │Ljósrými – skuggarými
Nick Jameson: A Crowd of One
Fiskur & fólk | Sjóminjasafnið
Karólína vefari │Sýning í Kornhúsinu
Sýningin SUND
Korkimon teiknuð
Partýdanstímar í Styttugarðinum
Fjölskyldu- og krakkadanstímar á Hjartatorgi
Þrjár systur - Flipp festival

#borginokkar