Vorfiðringur - burlesksýning

Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Þjóðleikhúskjallarinn
17, maí 2022
Opið frá: 20.00 - 22.00

Vefsíða https://tix.is/is/event/10447/vorfi-ringur-burlesque/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Vorboðinn ljúfi, en líka hrjúfi, burlesksýning nemenda er á þriðjudag í næstu viku í Þjóðleikhúskjallaranum. Hvað kemst ein kona í margar nærbuxur? Nú má ekki lengur reykja á sviði, hvað gera þokkafullar burleskmeyjar þá? Höfum við þolið í eitt cancanatriði?

Útskriftarsýning burlesknemenda Margrétar Maack fyllir og tryllir Þjóðleikhúskjallarann. Dísirnar hafa unnið að sýningunni á námskeiði í Kramhúsinu og sýna nú afraksturinn.
Ferskustu burleskmeyjar landsins sletta úr klaufunum eins og kýr að vori. Þú vilt geta sagt „Já, þessi stórstjarna – ég sá hana á hennar allra fyrstu sýningu!“
Fram koma:
Miss O'Nary, Not So Holy Mary, Ruby LaQueen, Júllala, Mrs. S, Lady Babalon, Nábrók, Sísí og fleiri. Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.
Húsið er opnað kl. 19:30 og sýningin hefst kl. 20.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar