Taylor Mac

Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Þjóðleikhúsið
01, júní 2022 - 02, júní 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.00 - 22.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/taylor-mac
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

,,Ein mest spennandi sviðslistamanneskja okkar tíma“ (TimeOut, NY)

Taylor Mac nýtir drag, tónlist og húmor til að halda uppi krafmikilli samfélagslegri gagnrýni. Svið og salur renna saman í sjónræna gleðisprengju og eitt allsherjar partí með geggjaðri tónlist.

Með Taylor Mac á stóra sviði Þjóðleikhússins verður mögnuð hljómsveit, auk þess sem óvæntir gestir úr íslensku menningarlífi gætu birst á sviðinu. Þar verður boðið upp á hluta af rómaðri sýningu Taylor Mac, A 24 Decade History of Popular Music, sem og glænýtt, áður óséð efni. Taylor Mac sló rækilega í gegn fyrir örfáum árum með fyrrnefndri sýningu, stórkostlegum 24 tíma listgjörningi sínum sem hefur meðal annars verið sýndur í New York, Melbourne og Berlín og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Í verkinu þræðir Mac sig í gegnum sögu heimalands síns, Bandaríkjanna, áratug fyrir áratug, frá sjónarhorni hópa sem sópað hefur verið til hliðar í framvindu sögunnarÓhætt er að lofa ógleymanlegri kvöldstund og ómissandi tækifæri til að sjá eina merkustu sviðslistamanneskju samtímans á íslensku leiksviði.

Á sviðinu með Mac verða tónlistarstjórinn og útsetjarinn Matt Ray, búningahönnuðurinn og flytjandinn Machine Dazzle ásamt óviðjafnanlegri hljómsveit. Mac kemur fram hlaðið óforskammanlega miklu glitrandi skarti á þessari skemmtun sem er „furðulega einstök ... ómissandi fyrir alla sem vilja betra og blíðara samfélag.“ (Huffington Post)

Tónlistarstjóri & útsetjari/Music Director and Arranger: Matt Rey
Búningar/Costume Designer: Machine Dazzle
Yfirframleiðandi/Executive Producer: Linda Brumbach
Framleiðandi/Associate Producer: Alisa E. Regas
Meðframleiðendur/Co-produced by: Pomegranate Arts & Nature's Darlings

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar