Heimferð

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Iðnó
17, júní 2022 - 19, júní 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/moetivi-caravan
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Handbendi

Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í hjólhýsi fyrir lítinn áhorfendahóp í senn. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.

Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.

Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi
Eyrarrósarinnar.

Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, Rifi, Akranesi, Borgarnesi, í Iðnó, Gerðubergi og Elliðaárdal. Fyrsta sýningin í Elliðaáral verður aðgengileg fyrir notendur hjólastóls.

Leikstjóri: Greta Clough.
Flytjendur: Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.
Danshöfundur: Snædís Lilja Ingadóttir.
Leikmynd & lýsing: Egill Ingibergsson.
Textíll & uppstilling: Jamie Wheeler.
Leikbrúður: Cat Smits, Greta Clough.
Tónlist: DVA, Paul Mosely.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn

#borginokkar