Just a Closer Walk with Thee - The Emotional Carpenters

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
24, janúar 2022 - 04, mars 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.00 - 21.00

Vefsíða https://www.darkmusicdays.is/is/justacloser
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tónleikar á Myrkum músíkdögum!

Á tónleikunum verður flutt tónlist við myndina "Just a Closer Walk with Thee" eftir Matthew Barney og Stephan Stephensen. Verkið er óður til Ólafs Stephensen jazzgeggjara og auglýsingamanns sem féll frá árið 2016.
Myndin lýsir á óhlutbundinn hátt einhvers konar jarðarför en á sama tíma lífshlaupi, nýrri byrjun og frelsi. Á tónleikunum flytja The Emotional Carpenters tónlistina lifandi við myndina í fyrsta sinn. Lagið er amerískt þjóðlag og vinsæll jarðarfararsálmur í New Orleans.
The Emotional Carpenters - Sonny Greco er sjötta ævintýrið af tuttugu og fjórum í seríunni "Les Aventures de President Bongo", sem er einstaklega metnaðarfullt langtímaverkefni þar sem Stephan hefur vélað til samtarfs við sig hina ýmsu listamenn úr öllum áttum.

Stephan Stephensen (1971) er ólíkindatól sem fundið hefur hatt sinn undir tré tilfinninganna á verkstæði tilfinninga-smiðsins. Á sínum skrautlega ferli hefur Stephan, eða President Bongo eins og hann kýs að kalla sig, byggt, beygt og skorið út list sína á þann hátt að hún hefur snert hjörtu og hug óteljandi sála.
Að loknu sveinsprófi hóf Stephan sína meistaraiðn með fjöllistahópnum Gusgus, sem hóf göngu sína 1995. Þar voru verkefnin mörg og fjölbreytileg; hönnun, ljósmyndun, kvikmyndun, tónlist og framleiðsla. Innan hópsins var okkar manni ekkert óviðkomandi. Árið 2015 ákvað Stephan hins vegar að segja skilið við Gusgus með það eitt að leiðarljósi; að einbeita sér að sinni eigin list.
Flytjendur á tónleikunum
Davíð Þór Jónsson - Hammond (Hljómsveitarstjóri)
Bjarni Frímann Bjarnason - Píanó
Ómar Guðjónsson - Túba
Áki Ásgeirsson - Trompet og tölva
Eiríkur Orri Ólafsson - Trompet
Samúel Jón Samúelsson - Básúna
Leifur Jónsson - Básúna

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar