Caput í faraldursmyrkri

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa
25, janúar 2022 - 03, mars 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.00 - 21.30

Vefsíða https://www.darkmusicdays.is/is/caput-22
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Caput flytur verk eftir íslensk tónskáld á tónleikum í Kaldalóni, Hörpu.

Um flytjendur
CAPUT hefur talsverða sérstöðu í íslensku tónlistarlífi; var formlega stofnað árið 1988 og hefur frá upphafi sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar. Fjölmörg íslensk tónskáld hafa skrifað verk fyrir Caput og hópurinn flutt og hljóðritað mörg meistarastykki eldri tónskálda en einnig frumsmíðar yngstu tónhöfunda.
CAPUT hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi Norðurlandanna og Evrópu, farið í margar tónleikaferðir og hljóðritað verk norrænna og evrópskra tónskálda. Einnig hefur hópurinn farið í tónleikaferðir til Japan, Kína, Bandaríkjanna og Kanada og ávallt flutt verk íslenskra tónskálda í bland við verk alþjóðlegra samtímatónskálda. CAPUT er gjarnan talið meðal helstu flytjenda samtímatónlistar í Evrópu og hefur sem íslenskur hópur haft það að leiðarljósi að kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda norrænna og alþjóðlegra samstarfsverkefna og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Holland Festival, Gulbenkian Festival, Warsjárhaustinu ásamt öðrum. Caput hefur hljóðritað tónlist fyrir mörg alþjóðleg útgáfufyrirtæki og má þar á meðal nefna; BIS, Naxos, Deutsche Grammophon og Sono Luminus.
Stjórnandi: Guðni Franzson
Að loknu einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt Guðni til framhaldsnáms í Hollandi og hlaut til þess meðal annars Léonie Sonnings verðlaunin. Guðni hefur víða komið fram sem einleikari og hljóðritað fjölda geisladiska með nýrri og klassískri tónlist ásamt því að leika og hljóðrita þjóðlega tónlist með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 og stýrir gjarnan hópnum á tónleikum og við hljóðritun en vinnur líka á stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og evrópskum hljómsveitum og kammerhópum.
Samhliða hljóðfæraleiknum vinnur Guðni sem tónsmiður, að mestu fyrir leikhús og dans. Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlist og hreyfingu sem Guðni stofnaði árið 2007 og starfrækir með hópi valinkunnra listamanna.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar