Syngjum saman jólalög

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
13, desember 2021
Opið frá: 17.00 - 17.45

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/kaffistundir/syngjum-saman
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Anna Sigríður Helgadóttir söngkona leiðir samsöng við meðleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur í Borgarbókasafninu Árbæ reglulega yfir vetrartímann. Lögin sem sungin eru ættu að vera flestum kunnug og er textanum varpað á skjá svo ekkert ætti að stoppa söngelskandi gesti safnsins. Að þessu sinni verður áherslan á jólalögin.

Öll velkomin og engrar söngreynslu krafist, hver syngur með sínu nefi og höfum gaman.

„Það gerist eitthvað við það að syngja. Söngurinn losar um gleðiefni í líkamanum og maður fyllist orku. Það er græðandi að syngja og manni líður vel á eftir,“
sagði Anna Sigríður í viðtali við Jónínu Óskarsdóttur bókavörð sem birtist í Árbæjarblaðinu í september 2021.

Anna Sigríður stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Söngskólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk námi við framhaldsdeild árið 1989. Næstu þrjú árin sótti hún einkatíma hjá Prof. Rina Malatrasi á Ítalíu. Anna Sigríður hefur tekið þátt í margskonar tónlistarflutningi, til að mynda einsöngstónleikum, óperu- og óperettuppfærslum, jazztónleikum og gospeltónleikum. Á árunum 2001 - 2012 starfaði hún sem tónlistarstjóri við Fríkirkjuna þar sem hún stjórnaði kór og söng við athafnir og einnig var hún leiðtogi í barna-og unglingastarfi Árbæjarkirkju um nokkurra ára skeið. Þá hefur Anna Sigríður sungið með sönghópunum Hljómeyki, Emil og Bjargræðiskvartettinum.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir hefur starfað sem píanóleikari og organisti með fjölda einsöngvara og kóra. Einnig hefur hún sinnt kennslu, útsetningum, tölvusetningu nótnabóka og starfað hjá Íslenskri tónverkamiðstöð.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar