Sýning | Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
20, janúar 2022 - 20, febrúar 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.30 - 18.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fimmtudaginn 20. janúar kl. 17:00 opnar sýning á verkum eftir Sigurborgu Stefánsdóttur í Borgarbókasafninu Kringlunni. Á þessari sýningu gefur að líta nokkur af nýlegum bókverkum Sigurborgar, en hún hefur fengist við bókverkagerð ásamt málverki í liðlega 30 ár. Bókverkin eru af ýmsum toga, bæði einstök verk og nokkur prentuð í fleiri eintökum. Sigurborg beitir fjölbreyttum aðferðum við bókagerðina, svo sem eins og klippitækni, teikningum, málun, útskurði og ljósmyndum. Sumar bókanna innihalda texta, sem stundum hefur pólitískar skírskotanir, en oft aðeins fagurfræðilegar eða fáránlegar.

Sigurborg nam myndlist við Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole í Kaupmannahöfn (nú KADK) 1982-1987 og útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó.
Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist, bæði málverk og bókverk. Sigurborg hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Öll velkomin!
Viðburðurinn á heimasíðu.
Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veita:
Guðríður Sigurbjörsndóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is
s. 6912946
Sigurborg Stefánsdóttir
sigurborgst@hotmail.com

Svipaðir viðburðir

Krakkar sýna leikrit
Hvíldartónleikar með Sigga&Ingibjörgu
Fellakrakkar
Uppáhalds dýrin okkar
Celebs
Hvíta tígrisdýrið
Sagan af Gýpu
Syngdu mér sögu
Börnin endurskapa þjóðminjar
Gamla Reykjavík - Krakkaleiðsögn á táknmáli
Reflar og skildir
Lúðrasveitin Svanur
Krakkaþing Fíusólar - Opin dagskrá
Kóngaklæði, kanína og Hvalsá
Alheimur, hvað er hljóð?
Kósýhorn Borgarbókasafnsins
Opnunarhátíð UNGA sviðslistahátíðar
Gróður í Grafarvogi
Maximús Músíkús
Tumi fer til tunglsins

#borginokkar