Sérstök sögustund - tónlist, föndur og verðlaun!

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Norræna húsið
05, desember 2021
Opið frá: 13.00 - 15.00

Vefsíða https://nordichouse.is/vidburdur/serstok-sogustund-fjolskylduhatid/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Öll fjölskyldan er velkomin á seinustu sögustund ársins! Lifandi tónlist með undirspili og jólasveinn verður á staðnum!
Vinningshafar í sögusamkeppni fá afhend vegleg verðlaun á borð við sérstaka múmínbolla (sem að glöggir safnarar munu þekkja), múmínbækur og múmínbakpoka.
Saga vinningshafa verður lesin upp af jólasveini sem afhendir einnig verðlaunin.
Söngkonan Inga Birna Friðjónsdóttir syngur jólalög á mismunandi tungumálum með píanó undirleikara og eftir tónleikana verða spiluð þekkt jólalög og fólk hvatt til að sitja áfram og teikna en listkennari verður á staðnum til aðstoðar fyrir þá sem vilja gera jólakort.

Fjarlægð verður á milli sæta og borða og grímuskylda fyrir fullorðna.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar