Leitin að jólaskapinu │Barnaleiksýning

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Sjóminjasafnið í Reykjavík
05, desember 2021
Opið frá: 15.00 - 16.00

Vefsíða https://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Leitin að jólaskapinu er dillandi fjörug barnaleiksýning sem fram fer í Sjóminjasafninu í Reykjavík sunnudaginn 5. desember kl. 15. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Við kynnumst Eysteini álfastrák og Huldu búálfi sem saman segja okkur söguna af því hvernig þau týndu jólaskapinu í öllu jólabrjálæðinu. Álfarnir þurfa að leysa ýmis verkefni og fá til þess hjálp ungra áhorfenda. Með einlægni, gleði og vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að finna hinn sanna anda jólanna.

Flutt verður frumsamin tónlist í bland við kunn jólalög. Eysteinn álfastrákur er þekktur úr þáttunum Þorri og Þura, vinir í raun og Hulda búálfur er persóna í leikritinu Jólaævintýri Þorra og Þuru sem sýnt er í Tjarnarbíói á aðventunni.

Vinsamlegast athugið að það er grímuskylda fyrir alla gesti sem fæddir eru árið 2005 og fyrr.

Leitin að jólaskapinu er hluti af viðburðaröðinni Fjölskylduhelgar Borgarsögusafns sem er á dagskrá Sjóminjasafnsins og Landnámssýningarinnar veturinn 2021-2022. En þá geta fjölskyldur tekið þátt í allskonar skapandi, notalegum og oft ævintýralegum viðburðum.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar