Yfirgefin list│Guðmundur Óli Pálmason

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
11, nóvember 2021 - 30, janúar 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.00 - 18.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Eyðibýli á landsbyggðinni hafa lengi átt athygli Guðmundar Óla Pálmasonar og veitt honum innblástur fyrir listræna sköpun. Verk Guðmundar Óla virka eins og óræðar glefsur úr fortíðinni fyrir tilstilli gamallar ljósmyndatækni sem hann hefur sérhæft sig í.

Mikilvægur þáttur verksins „Yfirgefin list“, sem sjá má á þessari sýningu, er gjörningur sem Guðmundur Óli hófst handa við fyrir rúmu ári. Þar skilur hann eftir nokkur af verkunum á víðavangi, fyrir hvern sem er að finna og eiga, oftast á þeim stöðum þar sem myndirnar voru teknar eða tengdum stöðum. Þó Guðmundur Óli sé fæddur og uppalinn í Reykjavík hefur hann aldrei fundið sig í borgarumhverfi og veltir fyrir sér þeirri stóru spurningu hvort tenging sé á milli þess að fólk hafi að mestu yfirgefið sveitir landsins til að búa í borg og bæjum og þess rofs sem hefur orðið við náttúru og andleg málefni. Með því að skilja verkin eftir – yfirgefa þau – leitast hann við að svara þessari spurningu og til þess vísar titill sýningarinnar.

Guðmundur Óli Pálmason er fæddur í Reykjavík árið 1978. Hann lauk BA-gráðu í listljósmyndun frá University of the Arts í London árið 2011 og sérnámi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2007. Þar áður lagði hann stund á upplýsinga og fjölmiðlafræði frá sama skóla á árunum 2005-2007.

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar