Erró: Tilraunastofa

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús
10, júní 2021 - 30, desember 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 22.00

Vefsíða https://listasafnreykjavikur.is/syningar/erro-tilraunastofa
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Árið 1963 vann Erró (f. 1932) leikmynd og leikmuni fyrir hina tilraunakenndu kvikmynd Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting eftir franska leikstjórann og höfundinn Éric Duvivier. Verkefnið lá nokkuð nærri viðfangsefnum hans í myndlistinni hann var þegar á kafi í samklippuverka, bæði tví- og þrívíðum samsetningum fundinna og tilbúinna mynda og hluta. Innblásturinn kom með áhuga hans á tækni og vísindum, hrifningu hans á heimi vélfræðinnar, og aukinni þátttöku í blómstrandi senu gjörninga og tilraunakvikmynda. Hið ímyndaða og hið fáránlega, vísindaskáldskapur og möguleiki mannslíkamans til að renna saman við tæknina; allt leggur þetta línurnar að túlkun þessarar myndar og framlagi Errós til hennar.

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar