Haust í Hallgrímskirkju

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hallgrímskirkja
06, nóvember 2021
Opið frá: 12.00 - 12.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Elísabet Þórðardóttir, organisti í Laugarneskirkju, kemur fram á hádegistónleikum í tónleikaröðinni Haust í Hallgrímskirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 12:00.
Hægt er að fá miða við innganginn og á tix.is
Miðaverð er 2000 krónur, ókeypis fyrir börn, 16 ára og yngri.
Efnisskrá tónleikanna:
César Franck
Pièce Héroïque
Jehan Alain
Trois Pièces
-Variations sur un thème de Clément Jannequin
-Le jardin suspendu
-Litanies
Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja
Tónlistarskólanum árið 2001 þar sem kennarar hennar voru Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001-2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi árið 2017 og einleiksáfanga árið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún starfar núna sem organisti Laugarneskirkju og píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar