KLASSÍSKT TÓNAFLÓÐ Á UNGLIST

Kirkjustræti 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Dómkirkjan í Reykjavík
07, nóvember 2021 - 06, nóvember 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.00 - 21.30

Vefsíða //www.unglist.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

LEGGÐU VIÐ HLUSTIR - KLASSÍSKT TÓNAFLÓÐ
Nemendur frá tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins munu taka á móti þér með ljúfum tónum og leiða þig inn í heima sígildrar tónlistar. Tónleikarnir er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar