DANSAÐ Á UNGLIST

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarleikhúsið
06, nóvember 2021
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða //www.unglist.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Eftir að hafa dansað inn í stofu, eldhúsi og svefnherberginu getum við loks dansað á sviði! Dansskólar og sjálfstæðir danshópar Reykjavíkur sýna afrakstur vinnu sinnar á stóra sviðinu eftir langa bið. Fjölbreyttir dansstílar munu líta dagsins ljós, m.a. ballett, nútímadans og street dans. Loksins er hægt að dansa eins og allir séu að horfa.
Unglist er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika listarinnar. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og láttu sjá þig á ókeypis viðburðum Unglistar 2021!

Svipaðir viðburðir

uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar