Fjölskylduleikir í haustfríinu

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Sjóminjasafnið í Reykjavík
22, október 2021 - 26, október 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sjóminjasafnið býður fjölskyldur velkomnar í haustfríi grunnskólanna í Reykjavík dagana 22.-26. október en þá verður ókeypis aðgangur í safnið fyrir fullorðna í fylgd barna.
Á grunnsýningu safnsins FISKUR & FÓLK er fjallað um allskonar forvitnileg sjávardýr, skip, sardínudósir og margt fleira sem tengist hafinu og reyndar líka það sem ætti ekki að finnast þar. Hvað skildi það nú vera?
Í fjölskylduleikjum eru ungir gestir leiddir um sýningu Sjóminjasafnsins og velt er vöngum yfir öllu því skrýtna og skemmtilega sem tengist sjósókn. Safnið er á Grandanum vestur í bæ og stendur rétt við höfnina þar sem stutt er út á bryggju.
Velkomin!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar