Heimsækjum Árbæjarsafn í haustfríinu!

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
22, október 2021 - 26, október 2021 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://www.borgarsogusafn.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Árbæjarsafn býður fjölskyldur velkomnar í haustfríi grunnskólanna í Reykjavík dagana 22.-26. október en þá verður ókeypis aðgangur í safnið fyrir fullorðna í fylgd barna.
LEITAÐ Á ÁRBÆJARSAFNI er léttur leiðangur um safnsvæðið þar sem leitað er að gripum, herbergjum og húsum til þess að kynnast safninu og sýningunum betur.
Það er forvitnilegt að kíkja inn í safnhúsin sem hver hafa sína sögu að segja og gaman að heilsa upp á hestana og landnámshænurnar sem eru á vappi um svæðið þegar vel viðrar.
KOMDU AÐ LEIKA er leikafangasýning þar sem börn mega handfjatla og leika sér með allskonar leikföng frá ýmsum tímum.
Verið velkomin!

Svipaðir viðburðir

Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar