Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu

Hverfisgata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Íslands - Safnahúsið
19, október 2021 - 30, apríl 2022 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.listasafn.is/syningar/fjarsjodur-thjodar-i-safnahusinu-vid-hverfisgotu-1
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar listasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í húsinu er að finna listaverk frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni listamanna og gefst gestum hússins kærkomið tækifæri til að skoða mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.

Í ólíkum sölum á efri hæðum safnsins má sjá upphafningu frumherja málaralistar á náttúru landsins þar sem töfrar íslensku sumarnæturinnar láta fáa ósnortna. Landslagið, náttúran og túlkun hennar hefur verið stöðugt viðfangsefni íslenskra listamanna. En fleiri þemu er að finna í húsinu þegar gengið er um. Fólkið í landinu hefur verið mikilvægt viðfangsefni margra listamanna í gegnum tíðina og á fyrstu hæð hússins getur að líta mannlífsmyndir af íslenskri alþýðu til sjávar og sveita ásamt tjáningarríkum mannamyndum.
Einnig má sjá kyrralíf eða uppstillingar þar sem listamaðurinn glímir við hversdagslega hluti í nærumhverfinu, liti, lögun og margbreytilegt yfirborð en síðast en ekki síst úrval abstraktverka en Listasafn Íslands á geysilega gott safn abstraktlistar.

Svipaðir atburðir

Halló, geimur
Abrakadabra – töfrar samtímalistar
OF THE NORTH
Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar
Hönnun í anda Ásmundar
Ferðagarpurinn Erró
Korriró og Dillidó / Ásgrímur Jónsson
Erró: Tilraunastofa
Kjarval og samtíminn
Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups
Yfirgefin list│Guðmundur Óli Pálmason
Þín eigin bókasafnsráðgáta | Sýning og ratleikur
Lengi skal manninn reyna
Hilmir snýr heim │Sigurður Unnar Birgisson
Söngfuglar
Leikum að list – Á ferðalagi með Erró: Ratleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró
Artótek | Naglinn
Muggur - Guðmundur Thorsteinsson
D44 Claire Paugam: Tilraun til faðmlags nr. 31
Sérstök sögustund - tónlist, föndur og verðlaun!

#borginokkar