Linus Orri flytur þjóðlagatónlist með hjálp Röggu Gröndal

Spöngin 41, 112 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Spönginni
30, október 2021
Opið frá: 13.00 - 13.45

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/en/event/music/folk-music-linus-orri-and-ragga-grondal
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Fjöltónlistarmaður Linus Orri stingur kvæðalögum í samband og hrærir í vikivökum með hjálp Röggu Gröndal.

Linus Orri Gunnarsson Cederborg leikur á fjölda hljóðfæra, sum þeirra hefur hann búið til sjálfur, en hann starfar sem handverksmaður. Hann mætir á tónleikana með nýsmíðuð hljóðfæri úr tilraunastofunni sinni.

Linus Orri hefur verið mjög virkur í þjóðlagatónlistinni á síðustu árum. Hann situr í stjórn Kvæðamannafélgasins Iðunnar, er einnig einn skipuleggjenda þjóðlagahátíðarinnar Vöku í Reykjavík og heldur utan um mánaðarleg þjóðlagasamspilskvöld á Kex Hostel.

Tónleikarnir eru haldnir með styrk frá Hverfissjóði Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczynska
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
uppreisn

#borginokkar